christmas_lightsJólafundurinn verður haldinn mánudaginn 1. desember og hefst kl. 20:00 í Grafarvogskirkju.

Að venju hefjum við fundinn með ritningarlestri og bæn.Yndislega unga fólkið í Vox Populi syngur jólalög. Stjórnandi og undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson.

Hinn víðförli Grafarvogsbúi Stefán Jón Hafstein segir frá nýútkominni bók sinni Afríka – ást við aðra sýn. Stefán Jón mun sýna úrval þeirra fjölda stórkostlegu mynda sem prýða bókina. Hann mun einnig hafa eintök í farteskinu fyrir þá sem vilja tryggja sér bókina. Valgerður Guðjónsdóttir blómaskreytir sýnir okkur hvernig við getum borið okkur að í jólaskreytingunum.

Jólalegar veitingar; smákökur og heitt súkkulaði með rjóma.

Safnaðarfélagið hefur gefið út jólakort í tilefni 25 ára afmælis félagsins. Sala jólakortanna er mikilvægur þáttur í fjármögnun fjölmargra verkefna félagsins í Grafarvogssókn. Kortin eru seld í Grafarvogskirkju og Bókabúð Grafarvogs en einnig er hægt að panta þau á netfangi bergtora.vals@gmail.com.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest og hvetjum ykkur til að taka með gesti og eiga notalega stund með okkur í Grafarvogskirkju.

Stjórn Safnaðarfélagsins